Stærðfræði - Rúmfræði

Í stærðfræði var ég að gera verkefni um rúmfræði. Ég byrjaði á því að gera uppkast á a4 blað og gerði síðan verkefnið á a3 blað. Ég var með sérstakar upplýsingar um hvernig ég átti að gera verkefnið t.d mælingarnar og hvað ég átti að hafa í garðinum mínum. Mér gékk vel við þetta verkefni og lærði hvernig maður býr til "blueprint". Mér fannst þetta verkefni12632965_598895190275938_1087811371_o vera frekar leiðinlegt og ég myndi ekki vilja gera svona verkefni aftur.


Bókargagnrýni - Setuliðið

Bókin sem ég og bekkurinn vorum að lesa heitir Setuliðið eftir Ragnar Gíslason. Mér fannst þessi bók vera ótrúlega spennandi og ég hef aldrei lesið neitt líkt þessari bók. Þótt bókin var spennandi fannst mér hún einnig skemmtileg og fræðandi. Ástæða þess að mér fannst hún vera skemmtileg er vegna þess að hún sýnir fram á það að þótt maður sé ungur getur maður gert ýmislegt. Hún var einnig spennandi vegna ráðgátanna og draugagangsins, t.d þegar þau fóru í andaglasið og þegar .það voru sagðar draugasögur frá Garðahreiðrinu. Sögurnar frá Garðahreiðrinu gerðu bókina einnig fræðandi um t.d hvernig það var hér á Íslandi þegar seinni heimstyrjöldin átti sér stað. Kostir þessarar bókar eru hve spennuvekjandi hún er vegna ráðgátanna um koffortið sem fjársjóðinn hafði að leyna og hanskaleifarnar sem fundust í leynigöngunum á milli byrgjanna, hve fræðandi hún var og hversu leyndardómsfull hún er. Mér finnst einnig boðskapur bókarinnar vera ótrúlega mikilvægur, sá boðskapur er: Alltaf að biðjast fyrirgefnar og vera heiðarleg/ur. Þótt mér fannst þessi bók vera ótrúlega skemmtileg fann ég einn galla við hana, maður þarf að hafa alla athygli sína við lestur þessarar bókar. En þrátt fyrir það var þessi bók mjög spennandi og ég mæli með henni.


Evrópa-Samfélagsfræði

Í samfélagsfræði hef ég verið að vinna í verkefninu Staðreyndir um Evrópu. Ég byrjaði á því að safna mér upplúsinga um evrópu og síðan svara spurningum sem kennarinn minn lét mig fá, ég síðan notaði svör spurninganna sem staðreyndir fyrir verkefnið mitt. Ég byrjaði að vinna verkefnið og forritið sem ég notaði heitir world. Ég notaði textaramma fyrir textana mína og fann svo myndir sem pössuðu við textann. Ég bjó síðan til forsíðu og vistaði svo verkefnið. Ég lærði margt og mikið um Evrópu t.d að að allir Evrópubúar eru sirka 11 prósent af öllum íbúum í heiminum. Mér fannst þetta verkefni vera skemmtilegt, en svolítið stressandi. Ég er mjög ánægð með mína vinnu og vonandi verður þú það líka

 

Smelltu hér til þess að skoða verkefnið mitt 


Náttúrufræði-Spörfuglar

Í náttúrufræði var ég að gera glæruverkefni um spörfugla. Ég byrjaði á því að fara á fuglavefinn og fann mér upplýsinga um spörfugla. Ég tók síðan textann og breytti honum í minn egin, braut hann niður í litla parta og setti hann svo inn á glærurnar og fann svo myndir sem passaði við. Þegar ég var búin að gera glærurnar um spörfugla fór ég aftur inná fuglavefinn og fann upplýsingar um einn spörfugl, sá fugl var Músarinduill. Ég fór svo sömu aðferð og með spörfuglaglærurnar. Það sem ég lærði um spörfugla er að sú tegund fugla er með érstakann fót til þess að geta sitið á grein án þess að detta. Mér fannst þetta verkefni vwera mjög skemmtilegt að vinna og myndi gjarnan vilja vinna fleiri glæruverkefni í framtíðinni.

 

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt 


Ritun

Í ritun var ég að skrifa frásögn um atvik sem gerðist í sumar. Ég byrjaði á því að skrifa alla söguna á blað og fór svo í tölvur að skrifa ritunina mína í forritið word. Ég hannaði og teiknaði forsíðu og baksíðu sjálf og festi svo allt saman þegar ritunin var tilbúin. Mér fannst þetta verkefni skemmtilegt því maður getur skrifað um hvað sem er. Mér fannst ég hafa staðið mig vel í þessu verkefni.

 

 

 

 

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt


Búddha

Í samfélagsfræði var ég að gera ritum um Búddhatrú. Ég byrjaði á því að afla mér upplýsinga. Ég fékk allar upplýsingarnar mínar úr bókinni Búddhatrú-leiðin til nirvana. Ég var í rúmlega tvær vikur að skrifa þessa ritgerð, mér fannst gaman að skrifa þessa ritgerð því ég lærði svo mikið af því. Ég er mjög ánægð með mína vinnu og mig langar til að sýna ykkur ritgerðina mína.

 

Hér getur þú séð verkefnið mitt


« Fyrri síða

Höfundur

Margrét Júlía Skúladóttir
Margrét Júlía Skúladóttir

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband