Bókargagnrýni - Setuliðið

Bókin sem ég og bekkurinn vorum að lesa heitir Setuliðið eftir Ragnar Gíslason. Mér fannst þessi bók vera ótrúlega spennandi og ég hef aldrei lesið neitt líkt þessari bók. Þótt bókin var spennandi fannst mér hún einnig skemmtileg og fræðandi. Ástæða þess að mér fannst hún vera skemmtileg er vegna þess að hún sýnir fram á það að þótt maður sé ungur getur maður gert ýmislegt. Hún var einnig spennandi vegna ráðgátanna og draugagangsins, t.d þegar þau fóru í andaglasið og þegar .það voru sagðar draugasögur frá Garðahreiðrinu. Sögurnar frá Garðahreiðrinu gerðu bókina einnig fræðandi um t.d hvernig það var hér á Íslandi þegar seinni heimstyrjöldin átti sér stað. Kostir þessarar bókar eru hve spennuvekjandi hún er vegna ráðgátanna um koffortið sem fjársjóðinn hafði að leyna og hanskaleifarnar sem fundust í leynigöngunum á milli byrgjanna, hve fræðandi hún var og hversu leyndardómsfull hún er. Mér finnst einnig boðskapur bókarinnar vera ótrúlega mikilvægur, sá boðskapur er: Alltaf að biðjast fyrirgefnar og vera heiðarleg/ur. Þótt mér fannst þessi bók vera ótrúlega skemmtileg fann ég einn galla við hana, maður þarf að hafa alla athygli sína við lestur þessarar bókar. En þrátt fyrir það var þessi bók mjög spennandi og ég mæli með henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Margrét Júlía Skúladóttir
Margrét Júlía Skúladóttir

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband