31.5.2016 | 09:30
Skólabúðir á Úlfljótsvatni
Við í 7 bekk fórum í skólabúðir á Úlfljótsvatn, við vorum þar í tvær nætur og þrjá daga. Þegar við komum til Úlfljótsvatns var tekið vel á móti okkur og allir starfsmennirnir voru mjög almennilegir. Maturinn þarna var rosalega góður, við fengum 3 máltíðir á dag, kaffistund og kvöldhressingu (ávextir).Það var aldrei ekkert að gera því dagskráin var alveg frá átta á morgnanna til ellefu á kvöldin. Við fórum í allskyns leiki t.d öfugan fótbolta og kíló. Við fórum líka í stærsta klifurturn á Íslandi (sem er á Úlfljótsvatni) og klifruðum, svo fórum við í bogfimi og frisbígolf. Mér fannst skemmtilegast í vatnsaffaríinu sem við bekkurinn kölluðum wipeout. Wipeout er klifur og jafnvægisbraut sem er byggð ofaná ísköldu vatni. Ég datt ofan í marg oft, það var kalt en frekar skemmtilegt.Þegar það var tími til þess að fara fengum við pizzu í hádegismat sem litla kveðjuveislu og fórum síðan með töskur inn í rútuna og keyrðum af stað heim. Þessi ferð var skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í og vona að við bekkurinn förum í svona ferð aftur.
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.